Hér má finna svör við algengum spurningum.
Hvað þarf ég að gera fyrst?
Áður en nám hefst þarf að sækja um námsheimild (ökuskírteini).
Hvað þarf ég að gera til að sækja um námsheimild?
Að sækja um námsheimild er það sama og að sækja um ökuskírteini. Það gerir þú hjá Sýslumanni sem er staðsettur í Hlíðasmára 1, Kópavogi.
Smelltu hér til að finna umsókn fyrir ökuskirteini
Hvenær get ég hafið ökunám?
Þú getur hafið ökunám á 16 ára afmælisdaginn þinn.
Hvenær get ég byrjað í ökuskóla?
Þú getur byrjað í ökuskóla 1 um leið og fyrsti ökutíminn er búinn.
Hvernig get ég bókað mig í ökuskóla 1 og 2?
Nemandi skráir sig sjálfur í ökuskóla 1 og 2. Flestir ökuskólar sem eru í boði bjóða upp á að skráningu á netinu.
Listi yfir ökuskóla má finna með því að smella hér.
Hvað þarf marga tíma fyrir æfingaakstur?
Sótt er um æfingaakstur hjá Sýslumanni, Hlíðarsmára 1, Kópavogi. Umsókn um æfingaakstur má finna í ökunámsbókinni þinni. Ökukennari þarf þó að skrifa undir umsóknina að þú sért tilbúinn í æfingaakstur.
Hvar sæki ég um æfingaakstur?
Sótt er um æfingaakstur hjá Sýslumanni, Hlíðarsmára 1, Kópavogi. Umsókn um æfingaakstur má finna í ökunámsbókinni þinni. Ökukennari þarf þó að skrifa undir umsóknina að þú sért tilbúinn í æfingaakstur.
Hvar panta ég tíma í ökuskóla 3?
Þú skráir þig í ökuskóla 3 á síðunni þeirra.
Skráning í ökuskóla 3
Hvar panta ég bóklega prófið?
Nemandi pantar sjálfur tíma í bóklegt próf hjá Frumherja í síma 570 – 9070.
Ef þú þarf lesblindu- eða einstaklingspróf þarf ökukennarinn þinn að panta prófið.
Hvar er hægt að taka bóklega prófið?
Hægt er að taka bóklega prófið hjá Frumherja sem er staðsettur að Þarabakka 3, Reykjavík.
Hvar eru æfingapróf fyrir bóklega prófið?
Bæði eru æfingapróf á netinu og einnig er hægt að kaupa prentuð æfingapróf hjá Ökukennarafélagi Íslands að Þarabakka 3, 3. hæð, Reykjavík.
Listi yfir æfingapróf á netinu má finna hér.
Hver bókar í verklega prófið?
Ökukennarinn þinn er sá eini sem getur bókað þig verklegt próf.
Hvar bóka ég í akstursmat?
Þú bókar akstursmat hjá ökukennaranum þínum.
Hvernig fer akstursmat fram?
byrjun á akstursmati þarftu að meta akstursfærni þína í nokkrum flokkum. Næst biður ökukennarinn þig um að keyra alveg eins og í ökutíma, en á meðan akstri stendur metur ökukennarinn þig í sömu flokkum. Að lokum farið þið saman yfir matsblaðið og athugið hvort þú hafir ofmetið eða vanmetið þig í einhverjum flokkum.
Þegar þú ert búinn í akstursmati þarf að fara með matsblaðið það til sýslumanns og sækja um fullnaðarskírteini.
Hvað má ég keyra þegar ég er búin með ökunám?
Almenn ökuréttindi gefa þér rétt til að keyra fólks- og sendibifreið sem er undir 3.500 kg og tekur að hámarki 8 farþega fyrir utan ökumann.
Bifreiðin má draga eftirvagn eða tengitæki sem er 750 kg eða minna að leyfðri heildarþyngd, eða meiri en 750 kg að leyfðri heildarþyngd ef samanlögð heildarþyngd beggja ökutækja er ekki meiri en 3.500 kg.
Réttindin gefa þér leyfi til að aka léttu bifhjóli sem er að hámarki 50cc og má ekki vera hannað til að aka hraðar en 45km/klst.
Einnig gefa réttindin þér leyfi til að aka torfærutæki, t.d. vélsleða, dráttarvél og vinnuvél í umferð en þó ekki vinna á hana.
Til þess að mega vinna á vinnuvél þarf vinnuvélaréttindi